
Prosecco er ekta „hvers dags“ freyðivín, þokkalega bragðgott, létt og þægilegt í munni og ekki of þungt fyrir budduna heldur. Oftast er að mínu mati lítill munur á gæðum á milli prosecco tegunda, og lítill verðmunur í þokkabót. Zonin prosecco er samt sem áður eitt af þeim Prosecco sem skera sig aðeins úr og mig hefur hlakkað til að fá það í ríkið svo að ég geti fjallað um það.

Zonin Prosecco Brut Cuvee 1821 NV er sýruríkt vín með lime, sítrus og græn epla bragði og lykt. Það freyðir rosalega vel í glasinu og endist þokkalega lengi í munni, eftirbragðið er óvenju langt miðað við prosecco og mjög sýruríkt. Létt og bragðgott vín með gott og langt eftirbragð. Hönnuninn á flöskunni er mjög flott og gefur til kynna að hér er vandað vín á ferð. Verðið er hlægilegt á 2.214 kr. Tilvalið vín í veislu sem fordrykkur.