Vín mánaðarins febrúar 2020.

Þá er vetrafríið loksins búið og tími komin til að hefja skriftir aftur.

Við byrjum árið með besta víninu frá vínframleiðanda sem ég var að smakka nýlega.

Ventisquero Grey Cabernet Sauvignon Single Block 2014 er hreint út sagt frábært vín! Bragðmikið, þykkt með grænni papriku, dökku súkkulaði, kaffi, vanillu, eikar bragði, og einnig er gott jafnvægi á milli ávaxta og tanníns. Eftirbragðið er langt með góðum krydd keim og örlitlum áfengis keim í bakgrunni. Óþarfi er að geyma vínið enda er tilvalið að drekka það núna, en það myndi samt njóta sín aðeins meira eftir eitt til tvö ár í geymslu í viðbót. Verðið er mjög hagstætt 2.997 kr. Umboðsaðili er UVA ehf.

Þetta er tilvalið vín með heilsteiktu lambalæri, góðu nauti eða jafnvel hreindýri (ef það fæst).

Þess má geta að á næstu dögum ætla ég að fjalla um Ventisquero vínin í heild. Ventisquero er að mínu mati besta heildarlínan frá Chile sem hefur komið til landsins í mörg ár, og mig hlakkar til að fjalla um hana.  

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

1 Response to Vín mánaðarins febrúar 2020.

  1. Þráinn Hallgrímsson sagði:

    Mjög gott með lambi.

Leave a Reply