Vínsmakkarinn mælir með.

Paul Blanck Riesling 2018

Paul Blanck er einn virtasti vínframleiðandi í Alsace í Frakklandi og ekki að ástæðulausu. Vínin frá þeim hafa alltaf verið í  miklum gæðum, jafnvel þegar uppskeran í Alsace hefur ekki verið sem best,  hefur Paul Blanck staðið upp úr gæðalega séð. 

Sem betur fer er vín frá Paul Blanck til sölu í Á.T.V.R.. Ég smakkaði um daginn Paul Blanck Riesling 2018. Riesling er ein albesta hvítvíns þrúga í heiminum að mínu mati.  Þá er ég ekki að tala um þetta dísæta þýska riesling sem fæst á 2.000 kr. í ríkinu. Ég er að tala um þurrt, sýruríkt vín frá Alsace og víðar.

Paul Blanck Riesling 2018 árgangur er frekar þurrt vín, með mikinn keim af steinefnum, kalki og sítrónu. Vínið er frekar sýruríkt og einnig er eftirbragðið sýruríkt. Þetta frábært vín til að drekka með humar, hörpuskel og hvítum fiski í glærri sósu (s.s. ekki of mikið af smjöri í sósunni). Ég mæli með að prófa  þetta vín næst í staðinn  fyrir chardonnay eða pinot grigio. Verðið er hagstætt eða aðeins 2.895 kr. Vínið er tilbúið núna en má geyma í 1-2 ár í viðbót. Umboðsaðili er Vínus-Vínheimar ehf .

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply