Blue Moon Belgian White Ale
Í dag er algengur sá útbreiddi misskilningur að öll góðu Micro og Craft Brewery Bandaríkjanna séu sjálfstæðir litlir aðilar, sem reka brugghúsin í dimmum geymslum og skúmaskotum einhvers staðar í litlum krumma bæjum í Bandaríkjunum.
Þetta er af og frá, og sannleikurinn er sá að flestir „hipster“ craft bjór áhugamenn myndu detta niður dauðir ef þeir vissu hversu margir eru í eigu stærstu bjór framleiðenda Bandaríkjanna. Einn af vinsælustu bjórunum í dag er Blue Moon Belgian White Ale. Bjórinn er framleiddur af Coors brewing en er þó rekinn sem sjálfstæð eining og leyft að gera það sem þeir vilja. Bragðið er mjög gott og það má segja að lýsingin á flöskunni sé nákvæmlega eins og bjórinn bragðast (sem er í raun sjaldgæft að mínu mati). Bjórinn er ferskur með keim af appelsínu berki og negul bragð í bakgrunni. En ég verð að viðurkenna að ég fann ekki banana bragð sem kemur fram í lýsingu hjá Á.T.V.R..
Verðið er svipað og gengur og gerist hjá Craft bjór í dag eða 349 kr. stk. Umboðsaðili er Hagar ehf.
