Vínsmakkarinn mælir með.

Við ætlum að fara í „tveir fyrir einn“ í þetta sinn og mæla með tveim vínum frá sama aðila, einu rauðu og einu hvítu.

Wente Southern Hills Cabernet Sauvignon 2015

Wente frá Livermore Valley í Kaliforníu er án efa kröftugt og bragðmikið vín með mikið af grænni papriku, skógaberja sultu, kaffi, vanillu og kanil í lykt og bragði, og eftirbragðið er langt og vínið silki mjúkt á leiðinni niður. Þetta er ekta steikarvín fyrst og fremst, og auðvitað passar það rosalega vel með flestu nautakjöti og okkar heimsfræga lamba kjöti. Verðið er vel sloppið eða 3.275 kr. flaskan. Vínið er í raun tilbúið núna en það væri hægt að geyma það í 1-2 ár, en það myndi ekki batna.

Wente Morning Fog Chardonnay 2017

Óhætt er að segja að minningin um gamla góða ofureikaða smjör dollu sem var þekkt sem amerískt Chardonnay er liðin tíð (sem betur fer!). Mun fleiri víngerðarmenn eru að fara fínlegra í eikar einkenni og Wente er eitt af þeim. Morning Fog hefur mikið af suðrænum ávöxtum eins og ananas, melónur, banana og kíwí keim í bæði nefi og bragði.  Einnig kemur góður og léttur smjör og vanillu keimur frá eikinni. Eftirbragðið er þokkalega langt og gott. Verðið er sanngjarnt eða 3.275 kr.. Þetta vín er mjög flott með góðum feitum fisk eins og skötusel, þorsk eða laxi.

Umboðsaðili er Vínus-Vínheimar ehf

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply