
Það er svolítið erfitt að fagna sumrinu þegar það er sífellt skýjað, blautt og kalt, og ekki batnar það þegar takmörkunum er skellt á enn einu sinni! En við reynum samt, vegna þess að þó að veðrið og ríkistjórnin (eða réttara sagt COViD 19) eru sífellt að gera okkur lífið leitt, höfum við alltaf einhverjar ástæður til að fagna, t.d. brúðkaup, afmæli, brúðkaupsafmæli eða jafnvel er bara gott að fagna því að við erum ennþá á lífi! Þess vegna er alltaf gott að hafa smá bubbly til að dreypa á!
Decoy Brut Cuvee N.V. er eitt af betri freyðivínum frá Kaliforníu að mati margra. Framleitt með kampavíns aðferðinni (Méthode Champenoise) og notaðar eru sömu þrúgur og eru í kampavíni, s.s. Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier. Að blanda þessu öllu saman með vínframleiðanda sem hefur gæðin í fyrirrúmi, þá getur niðurstaðan ekki verið nema góð.
Decoy Brut Cuvee N.V. hefur ekta ristað brauðs og hafrakex lykt með smávegis af ananas og alkohól í bakgrunni. Bragðið er mjög þurrt og sýruríkt með hafrakex, ger, sítrónu, lime og smávegis af melónu og ananas. Eftibragðið er mjög sýruríkt en rennur ljúft niður. Loftbólurnar eru á stærð við títuprjóns haus og vínið freyðir vel eins og á að gera í hágæða freyðivíni. Verðinu er stillt í hóf eða 4.781 kr.. Þetta er tilvalið vín til að nota í alls kyns fagnaði.

Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín og vín umfjöllin í mörg ár. Á sínum yngri árum tók hann þátt í ýmsir vínþjónakeppnin hérlendis og meðal annars vann fimm sínum og lenti í öðru sæti fimm sínum af tíu keppnum sem hann tók þátt í. Nánari upplýsingar má finna með því að smella
Davíð Freyr Björnsson sá um hönnun vefsíðunnar. Hann er með B.S. gráður í tölvunarfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands og stundar nú nám í Data Science við Chalmers University of Technology í Gautaborg í Svíþjóð. Nánari upplýsingar um hann má finna með því að smella