Vín mánaðarins mars 2024.

English:

Þá er tími kominn til að rifja upp vín mánaðarins og við ætlum að byrja með vín frá svæði á Ítalíu sem er frekar lítið sem ekkert þekkt hér á Íslandi. Enda er alltaf gott að finna gullmola inn á milli.

Nals Margreid

Reiser, St. Magdalener, Alto Adige Doc Ítalía  2022

Ég skal viðurkenna að ég hef heyrt um þetta vínsvæði en aldrei smakkað vín þaðan áður.  Satt að segja, að ég best veit (gæti haft rangt fyrir mér) er þetta fyrsta vínið frá þessu svæði sem er í boði á Íslandi.

Vínið kom skemmtilega út, angandi blóma einkenni í lyktinni og svo mikið af rifsberjum, rauðum berjum, smávegis af kanil bragði með mjög gott jafnvægi á milli tanníns og ávaxta. Virkilega skemmtilegt vín, sem er í fínlegri kantinum, alls ekki bragðsterkt, þungt skrímsli eins og ég kalla þau stundum. Vínið fer vel með fugla og grísakjöti, endilega drekkið núna og njótið þess. Verðið er 4.191.

Þessi færsla var birt undir Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með. Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply