Vín mánaðarins Júlí 2020

Marques de la Concordia Rioja Santiago 2018

Það eru allir að ferðast innanlands í ár og það fer ekki á milli mála að við erum heppin þjóð að eiga svona gríðarlega fallegt land. En ég efast ekki um að á meðan fólk er að ferðast þá eru þó nokkrir sem sakna þess að liggja í hitanum einhvers staðar á Spáni eða annars staðar.  

Eins og oft er sagt, ef þú getur ekki farið til Spánar, láttu Spán koma til þín!  Í þessu tilfelli spænskt vín alla vega. Það eru ennþá nokkrar ferðahelgar framundan og ekki væri það ónýtt að drekka góðan spánverja á meðan þú situr í lopapeysunni og borðar góðan grillmat í hjólhýsinu þínu.

Eitt vín sem getur komið til greina er Marques de la Concordia Rioja Santiago 2018 frá Rioja. Þetta vín er bragðgott með dæmigerð kirsuberja einkenni í bragðinu frá Tempranillo þrúgunni, svo kemur mikið af vanillu, ristuðu brauði, ljósu súkkulaði og eikar einkennum. Eftirbragðið er létt en bragðgott. Vínið er tilbúið núna og þó það sé hægt að geyma það er það óþarfi. Þetta vín myndi smellpassa með grilluðu grísakjöti eða kjúkling. Verðið er gott 2.882 kr.   

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply