Sumar hvítvín.

Ég fékk send skilaboð um að ég mætti fjalla meira um hvítvín, sérstaklega yfir sumarið. Til að leysa þetta hef ég tekið saman nokkur góð hvítvín og eitt Prosecco sem henta vel við alls konar tilefni það sem eftir er af sumrinu. Gaman var að smakka svona gríðarlega mismunandi vín og þess má geta að  ekkert þeirra er yfir 3.000 kr. Ef sumarið er ekki tilvalinn tími til að prófa nýtt vín þá veit ég ekki hvenær það er.

Vega-Reina Single vineyard Rueda Verdejo 2018 Marques D La Concordia.

Fyrst má finna lykt af ylliblómi, eplum, mangó, banana og  smá lychee. Meðal langt bragð af grænum eplum, banana og melónum. Meðal þurrt  og meðal langt eftirbragð. Skemmtilegur spánverji sem er full þroskaður og tilbúin til drykkjar núna. Gott með grilluðum hvítum fisk eða  bara eitt og sér. Verð: 2.882 kr

Montespada Vermentino di Sardegna 2019 (vegan).

Rauð epli, ferskjur, mangó, melónur og greipaldin eru áberandi í bæði bragði og lykt.  Meðal langt og meðal þurrt eftirbragð. Vermentino vínþrúgan er ekki mjög þekkt á Íslandi, en er ein mest selda vínþrúgan í heimalandi sínu. Þetta vín er skothelt sólpalla vín, þægilegt og rennur ljúft niður. Verð: 2.500 kr. Ath. FB síða UVA

Montespada Pinot Grigio Garda DOC vegan 2019.

Í þessu víni má bæði finna lykt og bragð af appelsínu berki, peru dropumog ananas,og einnig krydd í bæði bragði og lykt. Vínið hefur meðal langt og vel kryddað eftirbragð. Sem veitingamaður elska ég Pinot Grigio,  og ég veit að ef ég fæ 4 manna vinkonu hóp sem kaupir eina flösku, þá endar það alltaf í 2 til 3 flöskum í lok kvöldsins. Af Hverju? Vegna þess að flest Pinot Grigio vín eru bragðlítil og auðveld að drekka. Sem vínáhugamaður hef ég lítið álit á Pinot Grigio fyrir sömu ástæður og ég nefndi áðan. Þess vegna er virkilega gaman að komast í Pinot Grigio sem hefur góðan karakter og er frekar flókið og bragðmikið. Þó þetta sé dýrara en flest pinot grigio er það hverrar krónu virði. Verð: 2.500 kr. Ath. FB síða UVA

Montespada Santa Giustina Chardonnay 2017 Biologico

Krydd, ananas, lime börkur, mangó og aðeins of mikið af suðrænum ávöxtum í bragði og lykt. Langt, frekar þurrt og gott eftirbragð.  Að smakka Chardonnay er ekki nýtt, en að smakka Chardonnay sem er unnið með Biologic aðferð og er á viðráðanlegu verði er allt annað! Fyrir þá sem vilja ávaxtaríkt og ferskt chardonnay er þetta tilvalið vín! Verð: 2.700 kr. Ath. FB síða UVA

La Stranizzle Brut N.V. De Greggorio

Þetta er vín sem freyðir vel og er með sterkan angan af lime, það er frekar þurrt með bragð af kexi, sítrus og greipaldin.  Freyðandi og þurrt eftirbragð.  Framleiðandi sem ég þekki ekki mikið, kemur sterkur inn á markaðinn með þetta freyðivín. Gæðin eru góð, vonandi samkeppnishæft við ódýrara freyðivín á markaðinum. Verð: 2.400 kr. Ath. FB síða UVA

Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply