Vín mánaðarins apríl 2020

De Martino Reserva Syrah 347 Vineyards 2014, Choapa Valley, Chile

Seint kemur þessi umfjöllun en kemur þó! Ég rakst á vín frá þessu svæði um daginn og vegna þess að ég þekki lítið þennan dal, ákvað ég að slá til. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.

Þetta er full þroskað vín með angan af brómberjum, myntu, svörtum plómum og pipar, og í bragðinu má finna mikið af brómberjum, pipar og myntu, það er mjög gott jafnvægi á milli tanníns og ávaxtanna og eftirbragðið er langt og gott. Verðið er 2.737 kr. og vínið er tilvalið með grilluðu lambakjöti. Umboðsaðili er Föroya bjór ehf.

Flest af þeim vínum sem fást í Á.T.V.R. og kosta á bilinu 2.500 – 3.000 kr. eru vín sem eru frekar ung og gott væri að geyma þau í 1-2 ár og leyfa þeim að þroskast örlítið. Þess vegna hefur það komið mér á óvart hversu mikið af eldra víni, 4-6 ára,  á góðu verði hefur verið í sölu undanfarið.  Þetta er vín sem orðið er 4-6 ára gamalt og er í raun full þroskað og tilbúið. Ég mæli með að njóta þess á meðan þið getið. 

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply