Jólin eru á næsta leiti og auðvitað verðum við að njóta jólanna með góðu víni, er það ekki? Í desember ætlum við að kíkja á Rioja svæðið, og eitt af betri vínum á verði frá 2.000 – 3.000 finnst mér.
Lopez de Haro Reserva 2012. Rioja vín eru almennt á frábæru verði hér á Íslandi og gæði miðað við verð eru framúrskarandi, og þar er Lopez de Haro engin undantekning. Árið 2012 var gott ár á Rioja svæðinu, þar sem þurrkur á svæðinu minnkaði uppskeruna og gerði vínin kraftmeiri. Lopez hefur þetta hefðbundna kirsuberja, jarðberja, eikar, kaffi og vanillu bragð og lykt en eftirbragðið er mjög langt og aðeins kryddaðra en oft tíðkast með Rioja vín. Þetta vín er tilvalið með góðu fuglakjöti, grísalund í sterkri sósu eða jafnvel fitulítilli nautalund. Verðið er 2.599 og umboðsaðili er Vín Trío ehf.
