Isole e Olena Chianti Classico 2016
Toscana, Ítalía


Það er oft á tíðum erfitt að finna gott vín með vel krydduðu, grilluðu grísakjöti. Þó að kjötið sjálft sé ljóst og bragðlítið getur krydd og grill keimur þyngt bragðið talsvert. Pinot noir er oft of fínlegt, og ný heims Cabernet eða Shiraz of þungt. Það sem ég leita eftir er vín með ágætis ávaxta bragði en nógu tannínríkt til að halda jafvægi með kryddinu sem er notað. Eitt vín sem smell passar er gott Chianti. Isole e Olena Chianti Classico er gott dæmi um Chianti sem hentar vel. Vínið er bragðgott með dökkum kirsuberjum, eik, trönuberjum, og negul bragði. Tannínið í víninu heldur góðu jafnvægi með kryddinu í kjötinu (það er oftast pipar í kryddinu hjá mér). Gott vín á góðu verði 3.590 kr., frá frábærum framleiðanda. Vínið er tilbúið núna og verður flott næstu 2-3 ár.
