Þrír lager bjórar til að smakka í sumar.

Ég er fyrstur til að viðurkenna að mér finnst lager bjór góður.   Í leit minni að sumar bjórnum mínum í ár (ef sumarið kemur það er að segja) smakkaði ég þrjá mjög ólíka bjóra frá þrem löndum,  Bretlandi, Eistlandi og Mexikó (sem koma í vínbúðir 1. júní).

Bjórarnir voru allir þokkalega góðir, hver á sinn hátt, þeir voru mismunandi léttir en allir mjög ferskir og svalandi eins og góðir sumar bjórar eiga að vera. En við skulum byrja á léttasta bjórnum.

Dos Equis XXX bjórinn er dæmigerður mexíkanskur bjór að mörgu leiti. Mjög léttur, þægilegur og ferskur með smá humla og sítrus einkenni í bragði.  Konunni minni fannst þessi bjór meiriháttar svalandi og ég verð að segja að mér fannst það líka! Það sem sker þennan bjór frá hinum er sennilega það að þeir voru með lang bestu auglýsingaherferð fyrir bjór sem hefur nokkru sinni verið gerð! Já, ég er að tala um The most interesting man in the world! Bara MEME á netinu með andlitinu hans eru í hundraða vís og gefur góða ástæðu til að minnsta kosti smakka bjórinn! Dos Equis kemur í ríkið 1. júní og kostar 386 kr. flaskan.

Kingfisher frá Bretlandi er annar svalandi bjór, framleiddur í léttari tón en samt aðeins bragðmeiri en Dos Equis, það er auðvelt að drekka hann og hann hefur frekar lítið beiskt bragð. Keimur af maís kornum er í eftirbragði sem er létt og þægilegt. Verðið er aðeins 369 kr. flaskan sem er sanngjarnt verð fyrir svona bjór.

Síðasti bjórinn í þessu smakki var A.Le Coq frá Eistlandi. Hann var þyngstur af þessum þremur og í honum má finna meira bragð af humlum, malti og beiskju. Bragðið var frekar langt en ekki of beiskt, þetta er góður bjór og er fyrir þá sem vilja fá meiri kraft í bjórinn sinn. Verðið er 330 kr. fyrir 50 cl. dós sem verður að teljast mjög gott verð, t.d. 50 cl. dós af Tuborg Gold (sem ég drekk oft þegar ég kaupi bjór) er á 399 kr. og gæðalega séð er þetta sambærilegur bjór finnst mér.

Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply