Vantar fyrirtækinu eða vinahópnum eitthvað skemmtilegt að gera?
Vín námskeið!
Tilvalin kvöldskemmtun fyrir fyrirtæki og hópa.
Stefán Guðjónsson, einn helsti vínþjónn landsins, leiðir þátttakendur í gegnum fjögur vín og fjórar þrúgur. Stefán kennir að lykta af og smakka vín, útskýrir muninn á vínþrúgunum og hvaða matur fer best með hvaða þrúgu.
Innifalið er 4 til 6 mismunandi rauðvín ásamt skemmtilegri fræðslu í góða klukkustund ásamt „spurt og svarað“ þar sem Stefán svarar spurningum hópsins um vín. Verðið er 40.000 kr. fyrir 10 eða færri og 60.000 kr. fyrir 10 til 20 manns. Endilega hafið samband á smakkarinn@gmail.com eða gsm:774-6526.
Einnig er eftirfarandi í boði:
Hvítvíns námskeið: Smakkað er á 4 helstu hvítvínsþrúgunum, munurinn á þeim er útskýrður á ítarlegan en skiljanlegan hátt. Farið er í gegnum hvaða matur fer best með hvaða hvítvíni og af hverju, og hvernig er best að drekka vínin.
Rioja námskeið: Vín frá Rioja á Spáni eru án efa með vinsælustu vín sem seld eru á Íslandi í dag, en margir gera sér ekki grein fyrir mismunandi tegundum af Rioja vínum. Hér verður smakkað á og útskýrður munurinn á 4 helstu tegundum i Rioja, Sin Crianza, Crianza, Reserva og Gran Reserva. Fjallað verður á léttum nótum um framleiðslu aðferðir í Roja og með hvaða mat vínið passar best.
Freyðivíns og kampavíns námskeið. Allt sem þú vilt vita um freyðivín og kampavín, smakkað verður á mismunandi tegundum af freyðivíni, t.d. spumante, prosecco, cava, demi sec og svo brut kampavín. Hægt er að hafa eingöngu kampavín eða eingöngu freyðivín, allt eftir óskum hópsins.
Ath. Innifalið í öllum námskeiðunum er smakk á víninu (4-5 tegundir). Hægt er að kaupa meira af því víni sem var verið að smakka á sanngjörnu verði. Gert er ráð fyrir því að námskeiðið taki klukkutíma og svo hálftími í spurt og svarað í lok námskeiðsins.
Ath. Er eitthvað annað vín eða vínsvæði sem ykkur langar að fræðast meira um? Endilega hafið samband.
Frábær skemmtun!
Pantið tímanlega: smakkarinn@gmail.com eða í síma 774-6526.