
Prosecco er ekta „hvers dags“ freyðivín, þokkalega bragðgott, létt og þægilegt í munni og ekki of þungt fyrir budduna heldur. Oftast er að mínu mati lítill munur á gæðum á milli prosecco tegunda, og lítill verðmunur í þokkabót. Zonin prosecco er samt sem áður eitt af þeim Prosecco sem skera sig aðeins úr og mig hefur hlakkað til að fá það í ríkið svo að ég geti fjallað um það.

Zonin Prosecco Brut Cuvee 1821 NV er sýruríkt vín með lime, sítrus og græn epla bragði og lykt. Það freyðir rosalega vel í glasinu og endist þokkalega lengi í munni, eftirbragðið er óvenju langt miðað við prosecco og mjög sýruríkt. Létt og bragðgott vín með gott og langt eftirbragð. Hönnuninn á flöskunni er mjög flott og gefur til kynna að hér er vandað vín á ferð. Verðið er hlægilegt á 2.214 kr. Tilvalið vín í veislu sem fordrykkur.


Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín og vín umfjöllin í mörg ár. Á sínum yngri árum tók hann þátt í ýmsir vínþjónakeppnin hérlendis og meðal annars vann fimm sínum og lenti í öðru sæti fimm sínum af tíu keppnum sem hann tók þátt í. Nánari upplýsingar má finna með því að smella
Davíð Freyr Björnsson sá um hönnun vefsíðunnar. Hann er með B.S. gráður í tölvunarfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands og stundar nú nám í Data Science við Chalmers University of Technology í Gautaborg í Svíþjóð. Nánari upplýsingar um hann má finna með því að smella