
Það er stutt í Eurovision og auðvitað vantar fólki eitthvað til að skála fyrir þegar við vinnum (eða lendum í sextánda sæti)! Spurningin er hvort við eigum að hvíla prosecco og cava og fara í örlítið dýrara freyðivín í ár? Freyðivínið sem ég ætla að mæla með núna hef ég fjallað um áður og kemur frá landi sem er alls ekki þekkt fyrir bubbly vín, sem sagt Argentína!
Escorihuela Gascon Extra Brut NV er eins og nafnið gefur til kynna sneisa þurrt (extra brut), sýruríkt vín með mikið af grænum eplum, sítrus og smávegis af hefðbundnum ger einkennum. Eftirbragðið er langt og sýruríkt og loftbólurnar lifa lengi í glasinu, jafnvel talsvert lengri en flest freyðivín. Vínið er framleitt eins og kampavín og er með gæði sem gefa kampavíni lítið eftir.
Eina vandamálið er að þetta er í þeim verðflokk að vera dýrara en prosecco og cava sem er oft keypt fyrir magn neyslu en er ódýrara en kampavín sem er keypt til að fagna stórum viðburðum. Það gerir það að verkum að erfitt er að halda því í ríkinu. Engu að síður er virkilega gaman að sjá og prófa freyðivín frá Argentínu sem heppnast svona vel. Tilvalið tækifæri til að skála fyrir sérstöku fólki eins og Daða og félögum með sérstöku freyðivíni. Verðið er 3.929 kr.
Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín og vín umfjöllin í mörg ár. Á sínum yngri árum tók hann þátt í ýmsir vínþjónakeppnin hérlendis og meðal annars vann fimm sínum og lenti í öðru sæti fimm sínum af tíu keppnum sem hann tók þátt í. Nánari upplýsingar má finna með því að smella
Davíð Freyr Björnsson sá um hönnun vefsíðunnar. Hann er með B.S. gráður í tölvunarfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands og stundar nú nám í Data Science við Chalmers University of Technology í Gautaborg í Svíþjóð. Nánari upplýsingar um hann má finna með því að smella