Allar vínþrúgur hafa sérstök einkenni

Allar vínþrúgur hafa sérstök einkenni, sem maður finnur alltaf, en mismunandi mikil, og fer eftir því hvort þeim er blandað við aðrar vínþrúgur. Að þekkja þessi einkenni getur hjálpað fólki í leit að víni. Hér fyrir neðan eru lýsingar á helstu rauð- og hvítvínsvínberjum og með hvaða mat þau passa.

Hvítvínsber

1. Chardonnay

Lykt og bragð

Epli, smjör suðrænir ávextir t.d. ananas, perur og bananar, ristað brauð (þegar mikil eik er notuð), akasía, rammar möndlur, anise, hagþorn (hawthorn), kanill, sveppir (chablis), eik, sítróna, burkni, hunang, heslihnetur, vanilla.

Meðal þungt til þungt vín.

Matur

Pasta m/sjávarrétta sósu, fiskipate, laxapate, kjúklinga salat, sjávarrétta salat, krabbakjöt, grilluð lúða, soðin lúða, humar, skötuselur, ostrur, lax.

2. Chenin blanc

Lykt og bragð

Alltaf með háu sýrustigi, hnetur, apríkósur, hunang. Getur verið allt frá þurru víni út í sætt.

Matur

Silungur, fiski pate, grillaður þorskur, grilluð ýsa, koli.

3. Gerwurztraminer

Lykt og bragð

Krydd, banana, greipaldin, ananas , lanolín, villi rós, blágresi.Meðal þurrt út í sætt vín.

Matur

Bauna súpa, gæsalifur, kryddað salat, reyktur lax, kínverskur matur, önd, peking önd, myglu ostur, munster ostur.

4. Pinot Gris

Lykt og bragð

Kryddað, moskus lykt, smjör, hunang, apríkósur, mandarínu börkur. Þurrt út í sætt vín.

Matur

Grafinn lax, gæsa lifur, fiskur í rjóma sósu, kjúklingur, önd.

5. Riesling

Lykt og bragð

Epla, gras, sítrónu, ferskju, bensín, oftast hátt sýrustig. Þurrt út í sætt, ath. sæt vín oftast desert vín.

Matur

Sjávarrétta salat, hörpuskel, skelfiskur, fiskisúpa.

6. Sauvignon Blanc

Lykt og bragð

Gras, stöngulber, sítróna, krydd, aspas, kattarhland (dagsatt!), ananas.

Þurrt vín

Matur

Krabbakjöt, rauðspretta, lauk súpa, grænmetis lasagne, salat, pasta með túnfisk og tómötum, caesar salat, ceviche, bakaður þorskur.

7. Semillon

Lykt og bragð

Gras sítróna, hunang, hnetur, ristað brauð. Meðal þurrt út í mjög sætt vín.

Matur

Aspas og mildur fiskur. Desert vínið: Creme brulée, ávaxta pie, fois gras, myglu ostur, reblochon ostur.

RAUÐVÍNSBER

1. Cabernet Franc

Lykt og bragð

Mold, krydd, svipað og Cabernet Sauvignon en ekki eins “fínt”. Oftast þungt og þurrt vín.

Matur

Fillet mignon, hamborgari, pizza, grísa kjöt, kjöthleifur, B.B.Q. kjúklingur.

2. Cabernet Sauvignon

Lykt og bragð

Mikið sólberjabragð, krydd jurta, tannínsýra, sedrusviður(ceder), kaffi (sérstaklega eldri vín), kirsuber, sveppir, eik, rammar möndlur, (ungt vín), kakó, hindber, reykur, negull (Bordeaux), mynta, moskuslykt (gamalt vín), fura, pipar, paprika, plóma, lakkrís, rós (gamalt Bordeaux), vanilla, fjóla.

Oftast þungt og þurrt vín.

Matur

Beef Wellington, lasagne, nauta barbeque, roast beef, carpaccio, fillet mignon, ravioli, pizzur.

3. Gamay

Lykt og bragð

Mjög ávaxta ríkt , mikið kirsuberja, blóma ilmur. Oftast mjög létt vín.

Matur

Alls konar grísa kjöt, roast beef, bauna súpa, buff tartar.

4. Merlot

Lykt og bragð

Mikið ávaxta og berja t.d. plómu, stundum eikar- og sveppabragð, hagþorn (St. Emilion), kakó, kanill, kaffi (sérstaklega eldri vín), sólber, reykt villibráð, mynta, moskuslykt, bóndarós, pipar, lakkrís, kúlusveppir, vanilla.

Oftast meðal þungt og þurrt. Merlot berin eru oft notuð í Bordeaux til að mýkja Cabernet Sauvignon.

Matur

Grillað nautakjöt, fillet mignon, buff tartar, gæsa kjöt, kalkúnn, dúfa.

5. Pinot Noir

Lykt og bragð

Mikið ávaxtabragð og lykt t.d. jarðaberja, hagþorn (hawthorn), kakó, kanil, kaffi, sæt villirós, hindber, reyk, myntu, moskuslykt (eldri vín), plóma, lakkrís, vanilla, fjóla.

Oftast þungt og þurrt vín.

Matur

Sveppa súpa, grillað grísakjöt, gæsa kjöt, önd, rjúpa, kanínu kjöt, camembert ostur.

6. Shiraz/Syrah

Lykt og bragð

Pipar, berja (sólber),tannín og krydd, hagþorn (hawthorn), banana (ótrúlegt en satt), sveppir, eik, hindber, negull, mynta, moskuslykt, lakkrís, vanilla.

Þungt og þurrt vín.

Matur

Mexíkanskur, indverskur, cajun, villibráð, nauta gúllas, chilli, grillað lamb.

7. Tempranillo

Lykt og bragð

Ber sem hafa lítil einkenni í sjálfu sér, helst krydd og jarðaber, en draga í sig bragð og lykt úr eikartunnunum sem eru notaðar við framleiðsluna, meðal þungt og þurrt vín.

Matur

Kálfa lifur, kálfa kjöt, lamba pottréttur, dúfa.

Eins og sagt var hafa öll vínber sín sér einkenni en þó getur bragðið og ilmurinn breyst eftir því hvernig berjunum er blandað saman eins og t.d. í Bordeaux. Það fer líka eftir því hvernig vínið er geymt, t.d. vín sem er geymt í eikartunnum gefur alltaf eikarbragð en mismunandi mikið eftir því hversu langan tíma vínið hefur verið í tunnunum. Aftur á móti kemur ávaxtabragð og önnur einkenni sterklega fram í víni sem hefur verið geymt í stáltunnum.

Þessi færsla var birt í Vínfræði og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply